Lágmarksleiga að sumri er ein vika. Um jól og áramót - sem og á öðrum tímum ársins - fer leigutími eftir samkomulagi.
Leigutími sumarið 2013 er frá mánudegi til mánudags, frá 3. júní til 16. september.
Vikan kostar að jafnaði 525 evrur. Fyrir lengri dvöl að vetri má semja. Ef íbúðin er leigð heilan mánuð að vetri er leigan 1.500 evrur. Í leiguverði er allt innifalið, þ.e. rafmagn, gas, sjónvarp, símtöl innanlands og ADSL-tenging. (Ath. að engin tölva er á staðnum.)
Greiða skal í evrum, annað hvort í reiðufé eða beint inn á íslenskan evrureikning. Gert er ráð fyrir 200 evra staðfestingargjaldi - restin greiðist við afhendingu lykla.
Einn lykill er afhentur í Reykjavík og skal skilað þar. Aukalyklar eru ávallt til staðar í íbúðinni.
Farið er fram á að gestir taki til eftir sig við brottför og setji óhreint leirtau í uppþvottavél. En sérstakur starfsmaður sér um þrif og þvotta - hans er von á hverjum mánudegi milli klukkan 12.00 og 15.00.
Húsráðendur treysta því að gestir fari sparlega með orku.
Leigutími sumarið 2013 er frá mánudegi til mánudags, frá 3. júní til 16. september.
Vikan kostar að jafnaði 525 evrur. Fyrir lengri dvöl að vetri má semja. Ef íbúðin er leigð heilan mánuð að vetri er leigan 1.500 evrur. Í leiguverði er allt innifalið, þ.e. rafmagn, gas, sjónvarp, símtöl innanlands og ADSL-tenging. (Ath. að engin tölva er á staðnum.)
Greiða skal í evrum, annað hvort í reiðufé eða beint inn á íslenskan evrureikning. Gert er ráð fyrir 200 evra staðfestingargjaldi - restin greiðist við afhendingu lykla.
Einn lykill er afhentur í Reykjavík og skal skilað þar. Aukalyklar eru ávallt til staðar í íbúðinni.
Farið er fram á að gestir taki til eftir sig við brottför og setji óhreint leirtau í uppþvottavél. En sérstakur starfsmaður sér um þrif og þvotta - hans er von á hverjum mánudegi milli klukkan 12.00 og 15.00.
Húsráðendur treysta því að gestir fari sparlega með orku.